Nú er tækifæri til að kynna sér
tillögu að nýju aðalskipulagi
fyrir Grundarfjarðarbæ
Athugasemdafrestur er til og  með 22.1.2020

Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, er nú auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Skipulagsuppdrætti má nálgast í vefsjá

Papprísútgáfu af skipulagsgögnum má skoða á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda athugasemdir sínar, ef einhverjar eru, til skipulag@grundarfjordur.is eða til skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.

Þegar athugasemdafrestur er liðinn mun skipulags- og umhverfisnefnd taka athugasemdir sem kunna að berast til skoðunar og ákveða hvort gerðar verða breytingar á tillögunni. Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi er hún send Skipulagsstofnun, ásamt athugasemdum og umsögn sveitarstjórnar um þær, innan tólf vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út. Jafnframt er þeim aðilum sem gerðu athugasemdir send umsögn sveitarstjórnar um þær og niðurstaða sveitarstjórnar er auglýst.

Rammahlutar 
aðalskipulagsins

 

Þrjú svæði eru tekin sérstaklega fyrir og rýnd nánar en önnur
í aðalskipulagsvinnunni.

Þau eru miðbæjarsvæðið, hafnarsvæðið og Framnes.
Fyrir þau er unninn svokallaður rammahluti aðalskipulags.