Endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar

Nýtt aðalskipulag samþykkt
af bæjarstjórn
Skipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar

Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, var samþykkt af bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 6. júlí 2020.

Skipulagsuppdrætti má nálgast í vefsjá

 

Aðalskipulagstillagan var auglýst opinberlega, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga, og var frestur til að gera athugasemdir frá 4. desember 2019 til 22. janúar 2020. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar voru þá hvattir til að kynna sér tillöguna og senda athugasemdir við hana. 

Athugasemdir bárust frá sex aðilum og tók skipulags- og umhverfisnefnd athugasemdirnar til skoðunar og afgreiðslu. Gerðar voru minniháttar lagfæringar á aðalskipulagstillögunni og hún samþykkt í nefndinni, að þeim breytingum gerðum. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna þannig frágengna, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar. 

Skipulagið hefur nú verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar, ásamt athugasemdum og umsögn sveitarstjórnar um þær.


Á næstunni verður þeim aðilum sem gerðu athugasemdir send umsögn bæjarstjórnar um þær. 

Niðurstaða bæjarstjórnar verður að því búnu auglýst.

Rammahlutar 
aðalskipulagsins

 

Þrjú svæði eru tekin sérstaklega fyrir og rýnd nánar en önnur
í nýju aðalskipulagi.

Þau eru miðbæjarsvæðið, hafnarsvæðið og Framnes. Samspil þessara þriggja svæða myndar áhugavert svæði til frekari þróunar og uppbyggingar.
Fyrir þau var unninn svokallaður rammahluti aðalskipulags, sem leggur línur fyrir gerð deiliskipulags svæðanna.