Aðalskipulag

Aðalskipulag er lykilverkfæri sveitarstjórnar

 

Aðalskipulag er stefna sveitarstjórnar um þróun byggðarinnar og er því lykilverkfæri hennar. 

Aðalskipulagi má skipta í tvennt: 

  1. Áður en aðalskipulag er útfært, setur sveitarstjórn fram sýn og áherslur eða markmið um þróun byggðar, þ.m.t. stefnu í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum.  

  2. Sú sýn er síðan yfirfærð í stefnu aðalskipulagsins um landnotkun, byggð, samgöngur, veitur og önnur þjónustukerfi.

Síðari hlutinn tekur til vinnslu skipulagsuppdráttar og setningu ákvæða fyrir svæði og reiti. 

Tengsl við Svæðisskipulag Snæfellsness

Svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 var staðfest
í mars 2015. Sveitarfélögin fimm sammæltust um framtíðarsýn og stefnu um þróun byggðar
á svæðinu - ákveðnar línur sem aðalskipulagi hvers sveitarfélags ber að fara eftir. Gögn svæðisskipulagsins eru jafnframt mikilvægur grunnur fyrir aðalskipulagsgerðina. Við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar hefur stefnu svæðisskipulagsins verðir fylgt eftir og gerð grein fyrir þeim tengslum í skipulagsgreinargerð aðalskipulagstillögunnar og umhverfisskýrslu hennar.