Fréttir

December 3, 2019

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er auglýst umhverfisskýrsla tillögunnar samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gefst nú 7 vikna athugasemdafrestur en að honum loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna  til staðfestingar Skipulagsstofnunar. 

Í tillögunni kemur fram stefna sem varðar þróun byggðar, landnotkun og innviði og skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli. Þeir eru því hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg hér á þessum vef og liggja frammi til sýnis á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 4. desember 2019 til og með 22. janúar 2020. Sama dag rennur út frestur til að gera athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrslu hennar. 

Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið skipulag@grundarfjordur.is eða til Grundarfjarðarbæjar, vegna aðalskipulags, Borgarbrau...

August 3, 2018

Mánudaginn 13. ágúst nk. verður opið hús í Samkomuhúsi Grundarfjarðar milli 18 og 21 þar sem kynnt verður vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar.


Tillagan sem samþykkt var af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í maí sl. hefur verið til sýnis hér á vef skipulagsverkefnisins síðan í lok maí sl. og legið frammi á bæjarskrifstofunni.


Íbúar eru hvattir til að kíkja við á opnu húsi hvenær sem er á þessum tíma. Tillagan verður kynnt tvisvar (sama kynning), sú fyrri kl. 18.30 og sú síðari kl. 20. Þess á milli sitja skipulags- og umhverfisnefnd og skipulagsráðgjafi fyrir svörum.


Nánari auglýsingar síðar. Endilega takið tímann frá.

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar

May 25, 2018

Fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag:

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið liggur nú fyrir til kynningar á vinnslustigi


Í tillögunni er sett fram fjölþætt stefna sem miðar að því að Grundarfjörður verði stöndugur þjónustukjarni sem byggir einkum á sjávarútvegi og ferðaþjónustu, auk þess að vera menntasetur og með lifandi landbúnað.

Framtíðarsýnin er fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er að íbúum, í umhverfi sem menntar og gleður, er gróðurríkt og vel skipulagt, friðsælt og snyrtilegt.

Sýnin byggir meðal annars á vinnu íbúa sem tóku þátt í skipulagsvinnunni, á íbúafundi og öðrum kynningar-/samráðsfundum fyrr í vinnuferlinu. 

Aðalskipulagstillagan markar stefnu um nokkra meginmálaflokka m.t.t. landnotkunar, mannvirkjagerðar og umhverfismála, en málaflokkarnir eru: 

  • Byggð og samfélag

  • Umhverfi og auðlindir

  • Atvinnulíf 

  • Grunnkerfi

Undir hverjum málaflokki eru síðan nokkur viðfangsefni. Dæmi um þau eru íbúðarhúsnæði og lóðir, atvinnusvæði, frístundabyggð...

November 23, 2017

Í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er í fyrsta sinn unnið skipulag fyrir allt land sveitarfélagsins í heild, eins og skipulagslög gera ráð fyrir.  Í gildi eru:

Í aðalskipulagi eru svæði afmörkuð fyrir mismunandi landnotkun út frá þeim landnotkunarflokkum sem skilgreindir eru í 6. kafla skipulagsreglugerðar.

Við mótun nýs aðalskipulags er skoðað hvort breyta á stefnu um landnotkun m.v. breyttar forsendur, ný áform eða fyrirséða þróun. Í tengslum við þá vinnu hefur verið leitað til eigenda jarða og landa í sveitarfélaginu (flestir í dreifbýli) og ábúenda þar sem það á við.

Í bréfi sem sent var landeigendum og ábúendum 10. nóvember sl. var m.a. kynnt hugmynd sem hefur veri...

November 10, 2017

Grundarfjarðarbær (skipulags- og byggingarfulltrúi) hefur sent bréf til landeigenda og ábúenda jarða í sveitarfélaginu. 

Þar er óskað eftir upplýsingum í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, um ýmis atriði sem snerta framtíðarlandnotkun og þróun í dreifbýlinu. 

Hér má sjá bréfið til landeigenda

Hér eru svarblöð sem hægt er að prenta út og nota: 

Almennar spurningar: 

a) Word útgáfa, hægt að hlaða niður, tölvufæra svör á blaðið og senda.

b) PDF útgáfa sem hægt er að prenta.

Hér eru svo svarblöð sérstaklega fyrir
efnistökusvæði (námur) í sveitarfélaginu.

a) Námublöð - Word útgáfa

b) Námublöð - Pdf útgáfa. 

Senda má svarblöð til skipulags- og byggingarfulltrúa í netfangið bygg@grundarfjordur.is, en auk þess má hringja í hann með svör, s. 430 8500. 

November 25, 2016

Mánudaginn 21. nóvember 2016 var haldinn opinn íbúafundur í samkomuhúsinu. Fundurinn var hluti af vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Góð umræða varð á fundinum um ýmis atriði sem varða daglegt líf og framtíðaruppbyggingu, en um 40 manns mættu á fundinn.
Aðalskipulag er meginstjórntæki sveitarstjórna; áætlun um þróun byggðarinnar. Þó uppbygging verði jafnvel hæg og sé mishröð eftir svæðum, þá er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvernig uppbyggingin á að verða. Þannig verður uppbygging og fjárfestingar einkaaðila og sveitarfélagsins sjálfs markvissari. 

Umræðan fór að hluta til fram í hópum sem gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum í lok umræðna. 
Hér má finna samantekt úr umræðum fundarins.

Hér má sjá kynningu Bjargar og Herborgar frá Alta á fundinum.

Nánar: 
Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri sagði í upphafi fundar frá ákvörðun bæjarstjórnar um að endurskoða aðalskipulagið, en gildandi skipulag er í raun í tveimur hlutum, aðalskipulag dreifbýlis og aðalski...

November 4, 2016

Mánudaginn 21. nóvember nk. (seinnipart dags) verður haldinn opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins.

Á fundinum verður kynnt grunnvinna sem farið hefur fram og leitað til íbúa sveitarfélagsins um ýmis mikilvæg atriði sem snerta daglegt líf og framtíðaruppbyggingu.

Fundurinn verður auglýstur og kynntur betur fljótlega, en íbúar eru hvattir til að taka tímann frá fyrir skemmtilegan fund! 

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af aðalskipulagi Grundarfjarðar frá 1969, unnið af Teiknistofu Skipulagsins, sem var ríkisstofnun.  Á uppdrættinum eru fyrirbæri sem kunna að vera Grundfirðingum framandi í dag, eins og Mjólkurstöð (þar sem nú er Samkaupsverslun) og skrúðgarður (þar sem heilsugæslustöð og banki eru í dag). Nýtt aðalskipulag þéttbýlis var gefið út eftir endurskoðun 1984 og 2003 - og nú er þriðja endurskoðun í gangi síðan þetta var. 

November 4, 2016

Dagana 20. og 21. október og 2. nóvember 2016 var fundað með fulltrúum fyrirtækja sem eru með starfsemi í miðbæ, á hafnarsvæði og á Framnesi. Um er að ræða samráð vegna vinnu við rammahluta aðalskipulagsins, sjá nánar hér. Tilgangur samtalsins við þessa aðila var að kynna þeim tillögur um skipulag á svæðinu sem eru í vinnslu og að heyra í þeim um þarfir fyrirtækjanna til framtíðar. 

Enn á eftir að heyra í fulltrúum nokkurra fyrirtækja á svæðinu og verður haft samband við þá fljótlega. 

June 15, 2016

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt lýsingu skipulagsverkefnis vegna endurskoðunar aðalskipulags bæjarins. Sjá lýsinguna hér.

Í verkefnislýsingunni er gerð grein fyrir tilganginum með endurskoðun aðalskipulagsins og hvernig staðið verður að henni. Þar er því lýst hvernig skipulagsgerðin tengist ýmsum öðrum áætlunum og stefnum ríkis og sveitarfélaga, t.d. hvernig tekið verður tillit til nýlegs svæðisskipulags fyrir Snæfellsnes. M.a. er farið yfir það hvernig unnið verður að greiningu og stefnumótun við áætlunargerðina, auk þess sem lýst er hvernig samráð verður við íbúa og aðra um verkefnið.

Lýsingin er nú aðgengileg hér á skipulagsvef bæjarins, www.skipulag.grundarfjordur.is þannig að íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geti kynnt sér hana og sent inn ábendingar við það sem þar kemur fram.

Verkefnislýsingin er jafnframt send til Skipulagsstofnunar og annarra aðila til umsagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Auglýsing um lýsinguna er birt í Skessuhorni, Jökli og einu landsmálabl...

Please reload

Nýlegar fréttir