
Tillaga að nýju aðalskipulagi til kynningar og athugasemda
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er auglýst umhverfisskýrsla tillögunnar samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gefst nú 7 vikna athugasemdafrestur en að honum loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Í tillögunni kemur fram stefna sem varðar þróun byggðar, landnot