Fréttir

November 25, 2016

Mánudaginn 21. nóvember 2016 var haldinn opinn íbúafundur í samkomuhúsinu. Fundurinn var hluti af vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Góð umræða varð á fundinum um ýmis atriði sem varða daglegt líf og framtíðaruppbyggingu, en um 40 manns mættu á fundinn.
Aðalskipulag er meginstjórntæki sveitarstjórna; áætlun um þróun byggðarinnar. Þó uppbygging verði jafnvel hæg og sé mishröð eftir svæðum, þá er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvernig uppbyggingin á að verða. Þannig verður uppbygging og fjárfestingar einkaaðila og sveitarfélagsins sjálfs markvissari. 

Umræðan fór að hluta til fram í hópum sem gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum í lok umræðna. 
Hér má finna samantekt úr umræðum fundarins.

Hér má sjá kynningu Bjargar og Herborgar frá Alta á fundinum.

Nánar: 
Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri sagði í upphafi fundar frá ákvörðun bæjarstjórnar um að endurskoða aðalskipulagið, en gildandi skipulag er í raun í tveimur hlutum, aðalskipulag dreifbýlis og aðalski...

November 4, 2016

Mánudaginn 21. nóvember nk. (seinnipart dags) verður haldinn opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins.

Á fundinum verður kynnt grunnvinna sem farið hefur fram og leitað til íbúa sveitarfélagsins um ýmis mikilvæg atriði sem snerta daglegt líf og framtíðaruppbyggingu.

Fundurinn verður auglýstur og kynntur betur fljótlega, en íbúar eru hvattir til að taka tímann frá fyrir skemmtilegan fund! 

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af aðalskipulagi Grundarfjarðar frá 1969, unnið af Teiknistofu Skipulagsins, sem var ríkisstofnun.  Á uppdrættinum eru fyrirbæri sem kunna að vera Grundfirðingum framandi í dag, eins og Mjólkurstöð (þar sem nú er Samkaupsverslun) og skrúðgarður (þar sem heilsugæslustöð og banki eru í dag). Nýtt aðalskipulag þéttbýlis var gefið út eftir endurskoðun 1984 og 2003 - og nú er þriðja endurskoðun í gangi síðan þetta var. 

November 4, 2016

Dagana 20. og 21. október og 2. nóvember 2016 var fundað með fulltrúum fyrirtækja sem eru með starfsemi í miðbæ, á hafnarsvæði og á Framnesi. Um er að ræða samráð vegna vinnu við rammahluta aðalskipulagsins, sjá nánar hér. Tilgangur samtalsins við þessa aðila var að kynna þeim tillögur um skipulag á svæðinu sem eru í vinnslu og að heyra í þeim um þarfir fyrirtækjanna til framtíðar. 

Enn á eftir að heyra í fulltrúum nokkurra fyrirtækja á svæðinu og verður haft samband við þá fljótlega. 

Please reload

Nýlegar fréttir