Fréttir

November 23, 2017

Í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er í fyrsta sinn unnið skipulag fyrir allt land sveitarfélagsins í heild, eins og skipulagslög gera ráð fyrir.  Í gildi eru:

Í aðalskipulagi eru svæði afmörkuð fyrir mismunandi landnotkun út frá þeim landnotkunarflokkum sem skilgreindir eru í 6. kafla skipulagsreglugerðar.

Við mótun nýs aðalskipulags er skoðað hvort breyta á stefnu um landnotkun m.v. breyttar forsendur, ný áform eða fyrirséða þróun. Í tengslum við þá vinnu hefur verið leitað til eigenda jarða og landa í sveitarfélaginu (flestir í dreifbýli) og ábúenda þar sem það á við.

Í bréfi sem sent var landeigendum og ábúendum 10. nóvember sl. var m.a. kynnt hugmynd sem hefur veri...

November 10, 2017

Grundarfjarðarbær (skipulags- og byggingarfulltrúi) hefur sent bréf til landeigenda og ábúenda jarða í sveitarfélaginu. 

Þar er óskað eftir upplýsingum í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, um ýmis atriði sem snerta framtíðarlandnotkun og þróun í dreifbýlinu. 

Hér má sjá bréfið til landeigenda

Hér eru svarblöð sem hægt er að prenta út og nota: 

Almennar spurningar: 

a) Word útgáfa, hægt að hlaða niður, tölvufæra svör á blaðið og senda.

b) PDF útgáfa sem hægt er að prenta.

Hér eru svo svarblöð sérstaklega fyrir
efnistökusvæði (námur) í sveitarfélaginu.

a) Námublöð - Word útgáfa

b) Námublöð - Pdf útgáfa. 

Senda má svarblöð til skipulags- og byggingarfulltrúa í netfangið bygg@grundarfjordur.is, en auk þess má hringja í hann með svör, s. 430 8500. 

Please reload

Nýlegar fréttir