Fréttir

May 25, 2018

Fjölskyldu- og umhverfisvænt samfélag:

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið liggur nú fyrir til kynningar á vinnslustigi


Í tillögunni er sett fram fjölþætt stefna sem miðar að því að Grundarfjörður verði stöndugur þjónustukjarni sem byggir einkum á sjávarútvegi og ferðaþjónustu, auk þess að vera menntasetur og með lifandi landbúnað.

Framtíðarsýnin er fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er að íbúum, í umhverfi sem menntar og gleður, er gróðurríkt og vel skipulagt, friðsælt og snyrtilegt.

Sýnin byggir meðal annars á vinnu íbúa sem tóku þátt í skipulagsvinnunni, á íbúafundi og öðrum kynningar-/samráðsfundum fyrr í vinnuferlinu. 

Aðalskipulagstillagan markar stefnu um nokkra meginmálaflokka m.t.t. landnotkunar, mannvirkjagerðar og umhverfismála, en málaflokkarnir eru: 

  • Byggð og samfélag

  • Umhverfi og auðlindir

  • Atvinnulíf 

  • Grunnkerfi

Undir hverjum málaflokki eru síðan nokkur viðfangsefni. Dæmi um þau eru íbúðarhúsnæði og lóðir, atvinnusvæði, frístundabyggð...

Please reload

Nýlegar fréttir