Fréttir

May 30, 2016

Þann 30. maí 2016 var fundað um endurskoðun aðalskipulagsins.

Þéttbýlið var einkum til skoðunar og höfðu skipulagsráðgjafar sett niður spurningar sem snerta skipulag og þróun byggðar og einstaka hluta þéttbýlisins.
Umræður voru góðar og verður efniviður fundarins nýttur í skipulagsvinnunni, bæði við gerð lýsingar sem nú er verið að leggja lokahönd á og í greiningu forsendna. 

Fundinn sátu skipulags- og umhverfisnefnd ásamt hafnarstjórn og bæjarfulltrúum, bæjarstjóra, hafnarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og skrifstofustjóra. Björg og Herborg frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta stýrðu umræðum.

Fundargerð verður birt á bæjarvefnum þegar hún hefur verið staðfest af bæjarstjórn.

April 6, 2016

Á fundi sínum þann 6. apríl 2016 ræddi skipulags- og umhverfisnefnd bæjarins og setti niður hugleiðingar sínar um fjórar spurningar sem skipulagsráðgjafar lögðu fyrir nefndina. 

 

Spurningarnar snérust um sérstöðu byggðar og skipulags, úr hverju þurfi helst að bæta í byggðinni eða á svæðinu, hvað geti orðið til að bæta ásýnd sveitarfélagsins, hvað hafi verið eða sé í kortunum í dag eða á næstu árum sem snerti t.d. viðkvæm svæði, nýja eða breytta atvinnustarfsemi, breytingar á samsetningu eða högum fólks í byggðarlaginu sem hafa þurfi í huga og fleira í þeim dúr. 

 

Svör nefndarinnar verða nýtt í skipulagsvinnunni. 

March 15, 2016

Þann 15. mars 2016 fóru þær Björg Ágústsdóttir verkefnisstjóri og Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta yfir komandi vinnu í aðalskipulaginu með bæjarstjórn, umhverfisnefnd (sem sér um skipulagsmálin) og hafnarstjórn. 

 

Farið var yfir löggjöf um skipulagsgerðina, markmið og vinnuferli, s.s. áfangaskiptingu, tíma og hlutverkaskiptingu. Rædd voru hver væru helstu álitaefnin við vinnuna framundan og hvað þyrfti að hafa í huga til að stuðla að góðri vinnu. 

 

Fundarmenn lögðu ríka áherslu á góða upplýsingagjöf í vinnunni framundan, á samráð við íbúa og að tekið verði tillit til núverandi starfsemi samhliða því að skapað sé svigrúm fyrir nýja starfsemi til framtíðar. 

 

Hér fyrir neðan er mynd af einni kynningarglærunni frá startfundi um aðalskipulagið.

 

 

 

January 8, 2016

Grundarfjarðarbær samdi við ráðgjafarfyrirtækið Alta um endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Skrifað var undir samning þar að lútandi föstudaginn 8. janúar 2016, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.  


Bæjarstjórn samþykkti í október 2014 að fram færi heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins en skipulagstímabil gildandi aðalskipulags var til ársins 2015. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Alta um endurskoðun aðalskipulagsins, á grundvelli tillögu sem Alta vann fyrir bæjarstjórn í október 2015.

 

Verkið felst í að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins m.t.t. þróunar sem orðið hefur frá því núgildandi aðalskipulag var samþykkt, fyrir þéttbýlið 2003 og dreifbýlið 2010, og út frá mati á framtíðarþróun. Á grunni þessa mats verða viðfangsefni endurskoðunar ákveðin og stefna til a.m.k. næstu 12 ára mótuð. Hluti verkefnisins er að uppfæra aðalskipulagið til samræmis við kröfur nýrrar skipulagsreglugerðar.

 

Sjá nánar í frétt hér á vef Grundarfjarðarbæjar.
 

Þorsteinn...

Please reload

Nýlegar fréttir