Rammahluti

Miðbær, hafnarsvæði og Framnes

 

Mikilvægur hluti aðalskipulagsvinnunnar var mótun skipulagsramma fyrir miðbæ, hafnarsvæði og Framnes (svæðið úti á Nesi), sem eru skilgreind sem kjarni þéttbýlisins í Grundarfirði. Í 8. kafla skipulagsgreinargerðar, eru þessi svæði greind og útfærð nánar en önnur svæði þéttbýlisins í þeim tilgangi að gefa ítarlega leiðsögn fyrir mótun deiliskipulags.

Á þessu svæði eru ýmis áhugaverð tækifæri til þróunar og mikilvægt þótti að fjalla um þessi tækifæri og stuðla að vandaðri uppbyggingu með því að leggja línur fyrir starfsemi, gatnakerfi, byggðarmynstur, bæjarmynd og umhverfisfrágang.