Blog

Samið um endurskoðun aðalskipulags

Grundarfjarðarbær samdi við ráðgjafarfyrirtækið Alta um endurskoðun aðalskipulags bæjarins. Skrifað var undir samning þar að lútandi föstudaginn 8. janúar 2016, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkti í október 2014 að fram færi heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins en skipulagstímabil gildandi aðalskipulags var til ársins 2015. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ganga til samninga við Alta um endurskoðun aðalskipulagsins, á grundvelli tillögu sem Alta vann fyrir bæjarstjórn í október 2015.

Verkið felst í að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins m.t.t. þróunar sem orðið hefur frá því núgildandi aðalskipulag var samþykkt, fyrir þéttbýlið 2003 og dreifbýlið 2010, og út frá mati á framtíðarþróun. Á grunni þessa mats verða viðfangsefni endurskoðunar ákveðin og stefna til a.m.k. næstu 12 ára mótuð. Hluti verkefnisins er að uppfæra aðalskipulagið til samræmis við kröfur nýrrar skipulagsreglugerðar.

Sjá nánar í frétt hér á vef Grundarfjarðarbæjar.

Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri handsalar samninginn við Björgu Ágústsdóttur hjá Alta.

#HowTo #Budget #Recipe

Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon