Blog

Startfundur í aðalskipulagi

Þann 15. mars 2016 fóru þær Björg Ágústsdóttir verkefnisstjóri og Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta yfir komandi vinnu í aðalskipulaginu með bæjarstjórn, umhverfisnefnd (sem sér um skipulagsmálin) og hafnarstjórn.

Farið var yfir löggjöf um skipulagsgerðina, markmið og vinnuferli, s.s. áfangaskiptingu, tíma og hlutverkaskiptingu. Rædd voru hver væru helstu álitaefnin við vinnuna framundan og hvað þyrfti að hafa í huga til að stuðla að góðri vinnu.

Fundarmenn lögðu ríka áherslu á góða upplýsingagjöf í vinnunni framundan, á samráð við íbúa og að tekið verði tillit til núverandi starfsemi samhliða því að skapað sé svigrúm fyrir nýja starfsemi til framtíðar.

Hér fyrir neðan er mynd af einni kynningarglærunni frá startfundi um aðalskipulagið.


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon