Blog

Rýnt í skipulag og þróun byggðar

Þann 30. maí 2016 var fundað um endurskoðun aðalskipulagsins.

Þéttbýlið var einkum til skoðunar og höfðu skipulagsráðgjafar sett niður spurningar sem snerta skipulag og þróun byggðar og einstaka hluta þéttbýlisins. Umræður voru góðar og verður efniviður fundarins nýttur í skipulagsvinnunni, bæði við gerð lýsingar sem nú er verið að leggja lokahönd á og í greiningu forsendna.

Fundinn sátu skipulags- og umhverfisnefnd ásamt hafnarstjórn og bæjarfulltrúum, bæjarstjóra, hafnarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og skrifstofustjóra. Björg og Herborg frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta stýrðu umræðum.

Fundargerð verður birt á bæjarvefnum þegar hún hefur verið staðfest af bæjarstjórn.


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon