Blog

Opinn íbúafundur mánud. 21. nóvember

Mánudaginn 21. nóvember nk. (seinnipart dags) verður haldinn opinn íbúafundur í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins.

Á fundinum verður kynnt grunnvinna sem farið hefur fram og leitað til íbúa sveitarfélagsins um ýmis mikilvæg atriði sem snerta daglegt líf og framtíðaruppbyggingu.

Fundurinn verður auglýstur og kynntur betur fljótlega, en íbúar eru hvattir til að taka tímann frá fyrir skemmtilegan fund!

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af aðalskipulagi Grundarfjarðar frá 1969, unnið af Teiknistofu Skipulagsins, sem var ríkisstofnun. Á uppdrættinum eru fyrirbæri sem kunna að vera Grundfirðingum framandi í dag, eins og Mjólkurstöð (þar sem nú er Samkaupsverslun) og skrúðgarður (þar sem heilsugæslustöð og banki eru í dag). Nýtt aðalskipulag þéttbýlis var gefið út eftir endurskoðun 1984 og 2003 - og nú er þriðja endurskoðun í gangi síðan þetta var.


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon