Blog

Íbúafundur - umræður um framtíðina

Mánudaginn 21. nóvember 2016 var haldinn opinn íbúafundur í samkomuhúsinu. Fundurinn var hluti af vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Góð umræða varð á fundinum um ýmis atriði sem varða daglegt líf og framtíðaruppbyggingu, en um 40 manns mættu á fundinn. Aðalskipulag er meginstjórntæki sveitarstjórna; áætlun um þróun byggðarinnar. Þó uppbygging verði jafnvel hæg og sé mishröð eftir svæðum, þá er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvernig uppbyggingin á að verða. Þannig verður uppbygging og fjárfestingar einkaaðila og sveitarfélagsins sjálfs markvissari.

Umræðan fór að hluta til fram í hópum sem gerðu grein fyrir niðurstöðum sínum í lok umræðna. Hér má finna samantekt úr umræðum fundarins.

Hér má sjá kynningu Bjargar og Herborgar frá Alta á fundinum.

Nánar: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri sagði í upphafi fundar frá ákvörðun bæjarstjórnar um að endurskoða aðalskipulagið, en gildandi skipulag er í raun í tveimur hlutum, aðalskipulag dreifbýlis og aðalskipulag þéttbýlis sem gilti til ársins 2015. Þetta verður því í fyrsta sinn sem unnið er skipulag fyrir allt sveitarfélagið í heild sinni; dreifbýli og þéttbýli saman, eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Bæjarstjóri sagði að margvíslegar breytingar hefðu átt sér stað sem kölluðu á endurskoðun ýmissa þátta í aðalskipulaginu, auk þess sem ný skipulagslög og -reglugerð hefðu breytt skilgreiningum á landnotkunarflokkum og yrði skipulagið uppfært til samræmis við það. Á fundinum var kynnt grunnvinna sem farið hefur fram í sumar og haust. Miðbæjarsvæði, Framnes og hafnarsvæði verða rýnd nánar og unnið um það svæði svokallaður rammahluti aðalskipulags. Horft er á þróun á þessu svæði sérstaklega og reynt að búa í haginn og mynda heildarstefnu sem hægt er að styðjast við þegar deiliskipulag verður unnið fyrir einstaka reiti síðar meir.

Á fundinum var leitað eftir afstöðu íbúa til ýmissa þátta sem snerta daglegt líf í sveitarfélaginu, reynslu fólks og upplifun, sem nauðsynlegt er að taka mið af í skipulagsgerðinni.


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon