Blog

Hugmyndir um breytingar á skilgreiningu landbúnaðarlands

Í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er í fyrsta sinn unnið skipulag fyrir allt land sveitarfélagsins í heild, eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Í gildi eru:

Í aðalskipulagi eru svæði afmörkuð fyrir mismunandi landnotkun út frá þeim landnotkunarflokkum sem skilgreindir eru í 6. kafla skipulagsreglugerðar.

Við mótun nýs aðalskipulags er skoðað hvort breyta á stefnu um landnotkun m.v. breyttar forsendur, ný áform eða fyrirséða þróun. Í tengslum við þá vinnu hefur verið leitað til eigenda jarða og landa í sveitarfélaginu (flestir í dreifbýli) og ábúenda þar sem það á við.

Í bréfi sem sent var landeigendum og ábúendum 10. nóvember sl. var m.a. kynnt hugmynd sem hefur verið til umræðu hjá skipulags- og umhverfisnefnd um að breyta skilgreiningu landbúnaðarlands í aðalskipulaginu.

Í gildandi skipulagi er landbúnaðarland skilgreint á afmörkuðum svæðum - sjá hér á dreifbýlisuppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd skoðar nú hvort skilgreina eigi landbúnaðarland sem allt land í dreifbýli upp að 150 m hæðarlínu. Á því landi megi hafa öll hefðbundin landbúnaðarnot og þar muni gilda skilmálar þeir sem settir verða um landbúnað.

Svæði með önnur landnot í dreifbýli (upp að 150 m hæðarlínu) halda þó sinni merkingu, t.d. svæði fyrir frístundabyggð, efnistökusvæði og vatnsvernd, auk þess sem einstaka undantekningar yrðu gerðar þar sem þannig háttar til að réttara er að skilgreind landnotkun í aðalskipulagi endurspegli raunveruleg landnot.

Í skipulagsreglugerð eru landbúnaðarsvæði og óbyggð svæði skilgreind þannig:

Landbúnaðarsvæði (L)

Svæði fyrir landbúnað og mannvirki sem tengjast búrekstrinum, með áherslu á búfénað, matvæla- og fóðurframleiðslu.

Óbyggð svæði (ÓB)

Svæði þar sem ekki er gert ráð fyrir búsetu né atvinnustarfsemi, svo sem hálendi, heiðar og afréttir, að mestu án mannvirkja annarra en þeirra sem þjóna útivist, afréttarnotum, öryggismálum og fjarskiptum.

Neðangreind mynd/uppdráttur sýnir gróflega skiptingu landnotkunar skv. þessari hugmynd sem nú er í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

Í þessu myndi felast nokkur breyting frá gildandi aðalskipulagi þar sem landbúnaðarland er afmarkað á knappari hátt. Með þessu myndi talsverður hluti lands sem nú er skilgreindur sem óbyggð svæði verða að landbúnaðarlandi með rýmri heimildum til landnotkunar en gilda fyrir óbyggð svæði.

Skipulagstillaga er nú í vinnslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn. Fyrirhugað er að fljótlega eftir áramót fari tillaga í kynningu á vinnslustigi og síðar verði fullbúin tillaga auglýst formlega. Íbúum og öðrum munu því gefast tækifæri til að skoða og bregðast við tillögum eins og þessari. Alltaf má þó senda skipulagsnefnd skilaboð vegna vinnunnar. Sjá t.d. hér.

[endif]


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon