Blog

Tillaga að nýju aðalskipulagi til kynningar og athugasemda

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er auglýst umhverfisskýrsla tillögunnar samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Gefst nú 7 vikna athugasemdafrestur en að honum loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Í tillögunni kemur fram stefna sem varðar þróun byggðar, landnotkun og innviði og skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli. Þeir eru því hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg hér á þessum vef og liggja frammi til sýnis á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 4. desember 2019 til og með 22. janúar 2020. Sama dag rennur út frestur til að gera athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrslu hennar.

Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið skipulag@grundarfjordur.is eða til Grundarfjarðarbæjar, vegna aðalskipulags, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði.

Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerð og á tveimur skipulagsuppdráttum sem eru einnig birtir í vefsjá.

Sveitarfélagasuppdráttur:

Þéttbýlisuppdráttur:


Featured Posts
Posts are coming soon
Stay tuned...
Archive
Follow Me
  • Grey Facebook Icon
  • Grey Twitter Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Pinterest Icon