Umsjón og vinnsla

Ýmsar upplýsingar 
sem tengjast endurskoðun aðalskipulags:

 

Umsjón og vinnsla

Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar sá um vinnu við
gerð aðalskipulagsins í umboði og undir yfirstjórn bæjarstjórnar,
skv. skipulagslögum. Nefndin átti yfir 30 fundi um aðalskipulagsgerðina
á tímabilinu mars 2016-júlí 2020. Forseti og varaforseti
bæjarstjórnar, bæjarstjóri og hafnarstjóri tóku þátt í mótun
aðalskipulagsins með setu á fundum nefndarinnar í samræmi við
bókun bæjarstjórnar 9. júní 2016 þar sem segir að þegar skipulags- og
umhverfisnefnd fjalli um endurskoðun aðalskipulags bæjarins skuli
forseti og varaforseti bæjarstjórnar ásamt bæjarstjóra og hafnarstjóra
sitja fundi nefndarinnar undir þeirri umfjöllun.


Ráðgjafarfyrirtækið Alta annaðist skipulagsráðgjöf.