Endurskoðun aðalskipulags

Skipulagsferlið

Mótun nýs aðalskipulags fyrir Grundarfjörð hófst í ársbyrjun 2016. Helstu áfangar í ferlinu hafa verið þessir:
• Janúar - maí 2016: Gagnaöflun, greining og mótun verkefnislýsingar.
• Júní 2016: Verkefnislýsing skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 birt á vef til kynningar og send til umsagnaraðila.
• Júní-nóvember 2016: Greining og mótun tillögu fyrir þéttbýlið, þ.m.t. fundir með fulltrúum fyrirtækja sem eru með starfsemi í miðbæ, á hafnarsvæði og á Framnesi. 

Nóvember 2016: Opinn íbúafundur í samkomuhúsinu sem um 40 manns sóttu. Á verkefnisvef var kynningar af fundinum birtar og samantekt úr umræðum kynnt. 
• Desember 2016-október 2017: Tillaga fyrir þéttbýli og drefibýli í mótun.
• Nóvember 2017: Bréf sent til landeigenda og ábúenda jarða í sveitarfélaginu

þar sem óskað var eftir upplýsingum í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins, um ýmis atriði sem snerta framtíðarlandnotkun og þróun í dreifbýlinu.
• Desember 2017-maí 2018: Unnið að mótun stefnu og skipulagsákvæða fyrir þéttbýli og dreifbýli með tíðum fundum skipulagsnefndar.
• Maí 2018: Tillaga á vinnslustigi birt á verkefnisvef og send til umsagnaraðila

sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Frestur til að senda ábendingar við tillöguna gefinn til 10. september 2018.
• Júní 2018: Bréf til landeigenda til að vekja athygli á kynningu vinnslutillögu og ósk um frekari upplýsingar eftir því sem við gæti átt.
• Ágúst 2018: Opið hús í samkomuhúsinu þar sem tillaga á vinnslustigi var kynnt á tveimur opnum fundum.
• September-desember 2018: Úrvinnsla umsagna og athugasemda eftir kynningu vinnslutillögu og frekari mótun tillögu.
• Janúar 2019: Bæjarstjórn yfirfór stöðu aðalskipulags og vinnu við 

endurskoðun þess, eins og kveðið er á um í 35. gr. skipulagslaga

að gert sé í upphafi hvers kjörtímabils. Bæjarstjórn bókaði

að aðalskipulagið eigi að fullvinna á grundvelli þeirra lína sem þegar 

hafa verið lagðar í skipulagsvinnunni, en að til viðbótar yrði sjónum

beint enn frekar að því að styrkja ímynd og aðdráttarafl 

Grundarfjarðar sem lykiláfangastaðar með Kirkjufellið í forgrunni. 

Auk  yrði sett fram stefna um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. 
• September 2019: Unnið úr ábendingum og umsögnum um

vinnslutillögu, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar
dags. 4. september 2019. Fundað með landeigendum við Kirkjufell.
Stefnutillögur fullunnar. Gerðar ýmsar lagfæringar á greinargerð og
uppdráttum.
• September 2019: Tillaga að Aðalskipulagi afgreidd til athugunar Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr.
• September-nóvember 2019: Athugun Skipulagsstofnunar og úrvinnsla úr umsögn stofnunarinnar.
• Desember 2019-janúar 2020: Auglýsing aðalskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu. Frestur til athugasemda við tillöguna.

• Febrúar-júní 2020: Úrvinnsla úr athugasemdum og unnin svör við þeim. Lokafrágangur og lagfæringar á aðalskipulagsgögnum. 

• 6. júlí 2020: Lokaafgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar og síðan bæjarstjórnar; aðalskipulagstillaga samþykkt og send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Kynning á íbúafundi í nóvember 2016

Á þessum íbúafundi kom fram margt fróðlegt sem byggt var á við áframhaldandi mótun nýs aðalskipulags.